fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í sjúkrabílakláms-málinu – Myndbandið líklega tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. desember 2022 16:29

T.v: Skjáskot úr umræddu myndbandi. T.h: Myndin tengist fréttinni ekki beint, almenn sjúkrabifreið. (Mynd/Ernir)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu (SHS) segir í samtali við mbl.is að vísbendingar hafi borist um að klámmyndband, sem DV greindi frá fyrr í dag, hafi verið tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð í Reykjavík.

Eftir að DV hafi greint frá málinu, sem og aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, hafi slökkviliðinu borist fleiri ábendingar sem verði fylgt eftir. Birgir segir að málið sé litið alvarlegum augum og hafi slökkviliðið engan áhuga á því að dragast inn í mál af þessu tagi. Mbl.is segir að ef skjáskot úr klámmyndbandinu séu borin saman við myndir, sem mbl.is hefur undir höndum úr húsnæði slökkviliðsins, virðist svo vera að um sama rými sé að ræða.

Sjá einnig: Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Upplýsingafulltrúi SHS sagði í samtali við DV að ábending hafi borist um málið og hafi það verið rannsakað og ekkert benti til þess að bifreiðin í klámmyndbandinu væri í eigu eða rekstri SHS. Þætti SHS miður að vera dregið inn í þessa umræðu.

Nú virðist sem svo að myndbandið hafi verið tekið nærri rekstri SHS en áður var talið, eða alla leið inn í húsnæðið í Skógarhlíð. Birgir sagði í samtali við mbl.is að aðeins starfsmenn slökkviliðsins hafi aðgang að húsnæðinu. „Það er bara eitthvað í gangi sem við erum ekki sátt við og erum bara að fylgja eftir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli