fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Tálbeitan gómar annan íslenskan mann – Vildi fara í trekant með 11-12 ára stelpum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. desember 2022 16:02

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi fjallaði DV um svokölluð tálbeitumyndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlinum TikTok. Um er að ræða tálbeitu sem gómar íslenska menn sem höfðu, af samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum að dæma, verið að sækjast eftir því að hitta börn í annarlegum tilgangi. Tálbeitan ræddi við mennina og sagðist vera 14 ára stelpa en þeir virtust ekki hafa miklar áhyggjur af aldrinum og sóttust til dæmis eftir nektarmyndum af viðkomandi.

Sjá einnig: Tálbeita gómaði tvo íslenska menn sem héldu að þeir væru að tala við 14 ára stelpu

Síðan umfjöllunin um tálbeituna birtist fyrir helgi hefur verið birt nýtt myndband á TikTok-aðganginum sem um ræðir. Í því myndbandi eru birt samskipti tálbeitunnar við rúmlega tvítugan mann. Tálbeitan segist vera 12 ára gömul stelpa og segir maðurinn þá að hún sé „aðeins of ung“ fyrir sig. Sú afstaða breytist þó fljótt þegar „stelpan“ segir að henni sé sama þó hann sé eldri. Þá spurði hann hvort hann gæti fengið nektarmynd frá „stelpunni“ og bæti við hinni óhugnalegu athugasemd: „Ég mun ríða þér í drasl.“

Tálbeitan segist hafa gefið manninum þónokkur tækifæri til að hætta að tala við stelpurnar sökum aldurs en að maðurinn hafi þó alltaf haldið áfram.

Vildi fara í trekant með stelpunni og yngri vinkonu hennar

Fram kemur í skjáskotunum sem birt eru í myndbandinu að maðurinn spurði „stelpuna“ hvort hún hefði áhuga á að fara í trekant. Tálbeitan svaraði og spurðu hvort hann væri þá að tala um að gera það með sér og vinkonu sinni. Maðurinn svaraði já og spurði hvort henni væri treystandi. Tálbeitan svaraði því játandi en bætti við að vinkonan væri yngri, hún væri fædd árið 2010 og því aðeins 11-12 ára gömul. „Er það í lagi?“ spyr tálbeitan og maðurinn svarar: „Uh, jaja.“

Þegar farið var að plana hittinginn spurði maðurinn hvort það væri í lagi ef hann myndi gista hjá stelpunum eftir trekantinn. Tálbeitan segir að það sé í lagi en að það gæti orðið svolítið þröngt hjá þeim. „Allt í góðu. Verð bara upp við þig. Inni þér. Er það ekki í lagi?“ segir maðurinn við því.

Í lok myndbandsins sýnir tálbeitan svo frá því þegar maðurinn mætir til að hitta stelpurnar. Þegar maðurinn kemur keyrandi bankar tálbeitan á glugga mannsins sem virðist gera sér grein fyrir því að hann hafi verið gómaður. Hann hylur á sér andlitið, bakkar frá tálbeitunni og brunar svo í burtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu