fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kona sem sökuð er um mansal gegn stjúpbörnum sínum verður í farbanni til 1. mars

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona sem sökuð er um mansal gegn þremur stjúpbörnum sínum skuli sæta áframhaldandi farbanni, þó ekki lengur en til 1. mars 2023.

Ákæra gegn konunni var gefin út um miðjan október árið 2021. Konan sökuð um mansal, um brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Hún er einnig sökuð um peningaþvætti. Samkvæmt ákæru lét konan börnin vinna allt að 13 klukkustundir á dag í 6-7 daga vikunnar. Ennfremur eru hún sögð hafa nýtt laun barnanna í eigin þágu, en þau nema samtals vel rúmlega 16 milljónum króna.

Orðrétt segir í texta héraðsdóms/ákæru héraðssaksóknara:

1. Fyrir mansal en til vara fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lögum um útlendinga,með því að hafa misnotað A, B, C og D til nauðungarvinnu, er þau voru börn að aldri, en ákærða, sem var gift föður þeirra, útvegaði þeim dvalarleyfi hér á landi, flutti þau hingað til lands, hýsti þau og útvegaði þeim vinnu hjá […]ehf., kt. […], […], þar sem hún starfaði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri fyrirtækisins.

Ákærða lét börnin A, B og C vinna allt að 13 klukkustundir á dag, 6-7 daga vikunnar, og D í allt að tvær klukkustundir á dag, þrjá daga vikunnar. Laun barnanna, samtals að fjárhæð kr. 16.219.623,-nýtti ákærða í eigin þágu en hún ýmist millifærði peninginn af reikningum þeirra yfir á sína eigin reikninga og greiðslukort, eða lét þau taka fjármuni út úr hraðbönkum og afhenda sér í reiðufé. En framangreint var talið varða við 2. tl. 1. mgr. 227. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

2. Fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í 1. tl. I. kafla ákæru og með því að hafa ítrekað, endurtekið, á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt gert lítið úr börnunum og frammistöðu þeirra, kallað þau aumingja, öskrað á þau bæði á vinnustað þeirra í […]og á heimilum þeirra að […]og […], bannað þeim að stunda tómstundir og hitta vini sína, meinað börnunum A og B að fara í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu og haft í hótunum um að senda þau aftur til […]. Með framangreindu misbauð ákærða börnunum og vanrækti þau andlega og líkamlega og ógnaði heilsu og velferð þeirra og sýndi jafnframt af sér vanvirðandi háttsemi, yfirgang, ruddalegt og ósiðlegt athæfi í þeirra garð. Framangreint var talið varða við 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 98. gr. og 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Konan er íslenskur ríkisborgari en með sterka tengingu við erlent ríki þar sem hún á fjölskyldu og fasteign. Talin er hætta á að hún flýi land og því er hún sett í farbann.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“