fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Trump kærður af konu sem sakaði hann um nauðgun

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:01

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 sakaði rithöfundurinn E. Jean Carroll fyrrum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í versluninni Bergdorf Goodman í New York. Carroll sagði að Trump hefði beðið sig um að máta föt fyrir sig og að hann hefði síðan brotið á henni í klefanum. Carroll sagði að þetta hefði gerst á miðjum 10. áratuginum en Trump vildi meina að svo væri ekki, hann sagði að þetta gæti ekki hafa gerst því Carroll var „ekki hans týpa“.

Í gær lagði Carroll fram kæru gegn Trump, einungis mínútum eftir að ný lög tóku gildi í New York ríki. Þessi nýju lög eru tímabundin og gilda aðeins í ár en þau gera þolendum kynferðisofbeldis kleift að kæra brot sem áttu sér stað fyrir áratugum síðan. Áður en þessi tímabundnu lög tóku gildi gátu þolendur kynferðisofbeldis ekki kært brot sem áttu stað fyrir mörgum árum síðan. Samkvæmt AP er talið að minnsta kosti 100 kærur vegna kynferðisofbeldis verði lagðar fram á meðan þessi tímabundnu lög eru í gildi. Meðal annars er búist við að konur sem segjast hafa verið beittar ofbeldi af vinnufélögum, fangavörðum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum, leggi fram kærur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Carroll kærir Trump. Hún hefur áður kært hann fyrir meiðyrði, meðal annars vegna ummæla fyrrverandi forsetans um að hún væri ekki „hans týpa“, en henni var áfrýjað og hefur ekki enn verið tekin fyrir. Meðal annars eru dómarar að ákveða hvort hægt sé að sækja Trump til saka fyrir ummæli sem hann lét falla á meðan hann var forseti. Roberta Kaplan, lögfræðingur Carroll, segir að markmiðið með þessari nýju kæru sé láta Trump taka ábyrgð á bæði meiðyrðunum og kynferðisofbeldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv