fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Fimm ákærðir út af árásinni í Borgó – Ljósapera, hnífur, skrall og hafnarboltakylfa komu við sögu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. nóvember 2022 18:57

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ungir karlmenn hafa nú verið ákærðir fyrir árás sem átti sér stað í Borgarholtsskóla snemma á síðasta ári, en árásin vakti mikla athygli þar sem myndbönd af henni fóru sem eldur í sinu um netheima. Fréttablaðið greinir frá ákærunni en þar segir að ákæran sé í sjö liðum. Af þessum sjö liðum fjalla fim um líkamsárásir en hinir tveir liðirnir varða vopnalagabrot annars vegar og hins vegar brot gegn valdstjórninni.

Sjá einnig: Að minnsta kosti einn handtekinn eftir árás í Borgó – „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“

Í ákæru greinir að við árásina hafi verkfærum á borð við hafnaboltakylfu, hníf, ljósaperu og skralli verið beitt auk hnefahögga og sparka. Meint vopnalagabrot varðar hnúajárn sem einn mannanna hafði í vörslum sínum og brot gegn valdstjórninni varðar það að einn maður sé grunaður um að hafa skallað fangavörð í andlitið á meðan sá var við skyldustörf á þessu ári.

Ein líkamsárásin í ákæru átti sér stað á þessu ári en þar er einn sakborninga grunaður um að hafa gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás í kennslustofu í fangelsinu á Hólmsheiði. Er sakborningnum gefið að sök að hafa skvett vatni úr glasi yfir brotaþola og í kjölfarið slegið hann með glasinu og síðan ráðist á hann með höggum og kýlt í andlit og búk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“