fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Fimm ákærðir út af árásinni í Borgó – Ljósapera, hnífur, skrall og hafnarboltakylfa komu við sögu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. nóvember 2022 18:57

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ungir karlmenn hafa nú verið ákærðir fyrir árás sem átti sér stað í Borgarholtsskóla snemma á síðasta ári, en árásin vakti mikla athygli þar sem myndbönd af henni fóru sem eldur í sinu um netheima. Fréttablaðið greinir frá ákærunni en þar segir að ákæran sé í sjö liðum. Af þessum sjö liðum fjalla fim um líkamsárásir en hinir tveir liðirnir varða vopnalagabrot annars vegar og hins vegar brot gegn valdstjórninni.

Sjá einnig: Að minnsta kosti einn handtekinn eftir árás í Borgó – „Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“

Í ákæru greinir að við árásina hafi verkfærum á borð við hafnaboltakylfu, hníf, ljósaperu og skralli verið beitt auk hnefahögga og sparka. Meint vopnalagabrot varðar hnúajárn sem einn mannanna hafði í vörslum sínum og brot gegn valdstjórninni varðar það að einn maður sé grunaður um að hafa skallað fangavörð í andlitið á meðan sá var við skyldustörf á þessu ári.

Ein líkamsárásin í ákæru átti sér stað á þessu ári en þar er einn sakborninga grunaður um að hafa gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás í kennslustofu í fangelsinu á Hólmsheiði. Er sakborningnum gefið að sök að hafa skvett vatni úr glasi yfir brotaþola og í kjölfarið slegið hann með glasinu og síðan ráðist á hann með höggum og kýlt í andlit og búk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum