fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Bubbi hættur á Twitter – Hefur verið gagnrýndur harðlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-reikningur tónlistarmannsins Bubba Morthens er horfinn. Bubbi hefur verið mjög virkur á þessum samfélagsmiðli undanfarin ár og margir eiga eflaust erfitt með að ímynda sér Twitter án Bubba.

Undanfarið hefur Bubbi verið gagnrýndur fyrir samstarf sitt við tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem eins og alþjóð veit, hefur legið undir ásökunum um kynferðisbrot. Margir kunna vissulega vel að meta samstarf þeirra kappa og vilja framgang Auðuns sem mestan en gagnrýnin er hvað hatrömmust á Twitter.

Í dag kom fram í fréttum að lögmaður Bubba Morthens ásamt framkvæmdastjóra Öldu Music, Sölva Blöndal, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og kröfðust þess að því yrði svarað hvers vegna nýlegt lag Bubba og Auðuns sé lítið sem ekkert spilað á Rás 2 á meðan það njóti mikilla vinsælda á Spotify.

Sjá einnig: Lögmaður Bubba á fund með útvarpsstjóra út af meintri útilokun lags Bubba og Auðs

Fréttir um þetta hleyptu endurnýjuðum krafti í gagnrýnendur Bubba og Auðuns á Twitter og Bubbi var merktur í fjölmörgum tístum á Twitter í dag frá baráttufólki gegn kynferðisofbeldi og öðrum.

Hvort þetta hafi valdið því að Bubbi lokaði reikningi sínum eða ekki skal ósagt látið. DV hefur ekki tekist að ná sambandi við hann til að fá skýringar á þessu en mun birt þau svör síðar ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“