fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Fjarlægðu fyrrverandi forseta Kína af flokksþinginu – „Af hverju var það gert fyrir framan myndavélarnar?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. október 2022 11:19

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan á lokaathöfn flokksþings kínverska kommúnistaflokksins stóð var Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, leiddur út af fundinum. Engin útskýring á þessu hefur verið gefin út af kínverskum stjórnvöldum. Hinn 79 ára gamli Jintao sat við hlið núverandi forsetans, Xi Jinping, áður en hann var fjarlægður af þinginu.

Myndband af atvikinu hefur vakið gríðarlega athygli og keppist fólk við að koma með sínar kenningar um ástæðuna fyrir þessu. Stephen McDonell, blaðamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttum um Kína, segir að það séu tvær kenningar sem eru líklegastar til að vera sannar. Önnur kenningin er sú að í myndbandinu séum við að sjá það í beinni hvernig valdabaráttan í Kína virkar, leiðtoginn sem táknar gamla tímann er fluttur á brott.

Hin kenningin er að Jintao hafi verið alvarlega veikur en McDonell virðist þó hafa sínar efasemdir um þá kenningu. „Ef hann var leiddur í burtu út af slæmri heilsu af hverju gerðist það þá svona skyndilega? Af hverju var það gert fyrir framan myndavélarnar? Var þetta neyðartilvik?“

McDonell segir þá að tímasetningin á atvikinu sé líklega ekki slys þar sem fyrr um daginn hafði þingið verið fyrir luktum dyrum. „Það var ekki fyrr en eftir að myndavélarnar voru settar upp sem ríkisstarfsmennirnir gengu upp að Jintao og gáfu í skyn að hann þyrfti að yfirgefa svæðið,“ segir hann.

Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Í gær

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara