fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fluttu inn um tvö þúsund Oxycontin-töflur í nærbuxunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. október 2022 11:00

Leifsstöð. Ljósmynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir pólskir ríkisborgarar, Tomas Gober og Lukasz Gorny, voru dæmdir í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund Oxycontin-töflum. Mennirnir voru gripnir í Leifsstöð þann 4. maí á þessu ári eftir að hafa komið til landsins í flugi Wizzair frá Varsjá. Tollverðir fundu töflurnar, 80 mg af Oxcontin, í nærbuxunum mannanna. Alls 670 töflur hjá Lukasz og 1.244 töflur hjá Tomas.

Mennirnir höfðu engan sakaferil að baki en hvorugur þeirra mætti við þingfestingu málsins og var því dæmt í málinu að þeim fjarstöddum.

Eins og áður segir fengu þeir báðir sex mánaða fangelsisdóm en þar sem þeir héldu ekki uppi vörnum í málinu var þeim ekki gert að greiða neinn sakarkostnað.

Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem hafa komið upp síðustu misseri þar sem verið er að flytja Oxycontin frá Póllandi til Íslands en söluverð lyfjanna er mjög hátt á svörtum markaði hérlendis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“