fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Fluttu inn um tvö þúsund Oxycontin-töflur í nærbuxunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. október 2022 11:00

Leifsstöð. Ljósmynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir pólskir ríkisborgarar, Tomas Gober og Lukasz Gorny, voru dæmdir í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund Oxycontin-töflum. Mennirnir voru gripnir í Leifsstöð þann 4. maí á þessu ári eftir að hafa komið til landsins í flugi Wizzair frá Varsjá. Tollverðir fundu töflurnar, 80 mg af Oxcontin, í nærbuxunum mannanna. Alls 670 töflur hjá Lukasz og 1.244 töflur hjá Tomas.

Mennirnir höfðu engan sakaferil að baki en hvorugur þeirra mætti við þingfestingu málsins og var því dæmt í málinu að þeim fjarstöddum.

Eins og áður segir fengu þeir báðir sex mánaða fangelsisdóm en þar sem þeir héldu ekki uppi vörnum í málinu var þeim ekki gert að greiða neinn sakarkostnað.

Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem hafa komið upp síðustu misseri þar sem verið er að flytja Oxycontin frá Póllandi til Íslands en söluverð lyfjanna er mjög hátt á svörtum markaði hérlendis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra