fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Jón Arnar virðist hafa gert skattsvik að lífsstíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. október 2022 12:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega sjötugan mann, Jón Arnar Pálmason, fyrir skattsvik í rekstri einkahlutafélagsins K.S.K. 177 ehf, sem sinnti starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegum prófunum og greiningum. Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en meint skattamisferli Jóns Arnars varða rekstrarárin 2020 og 2021.

Jón er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattgreiðslum fyrir um 46,5 milljónir króna og ekki staðið skil á opinberum gjöldum fyrir 26,6 milljónir króna. Meint skattsvik nema því yfir 70 milljónum króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október næstkomandi.

Þetta er hins vegar engan veginn eina skattsvikamálið sem Jón er bendlaður við. Í frétt Vísis árið 2015 var hann sagður vera „margdæmdur skattsvikari“ en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vanskil á virðisaukaskatti í rekstri félagsins Protak. Nam vangoldinn virðisaukaskattur 15 milljónum króna.

Áður hafði hann hlotið skilorðsbundna dóma fyrir skattsvik árin 2011 og 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“