fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Grímuklæddur þjófur – Ölvaður ökumaður velti bíl sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 06:17

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi kom grímuklæddur maður inn í verslun í vesturhluta borgarinnar og stal peningum úr sjóðvél. Hann var með svarta andlitsgrímu. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum valt bifreið á Þingvallavegi. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, komst sjálfur út úr bifreiðinni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla hans. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Í Kópavogi fundust kannabisplöntur og búnaður til fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði síðdegis í gær. Hald var lagt á plönturnar og búnaðinn.

Í Grafarholti var kona handtekin á tólfta tímanum en hún var undir áhrifum fíkniefna og öskraði stanslaust og var óviðræðuhæf. Hún var vistuð í fangageymslu.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var bifreið ekið út af vegi og upp á umferðareyju. Ökumaðurinn fann til eymsla í höfði og hálsi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Bifreið hans var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Á öðrum tímanum í nótt var bifreið ekið á ljósastaur í Árbæjarhverfi. Ökumaðurinn yfirgaf vettvang. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið og Orkuveitunni tilkynnt um skemmdirnar á ljósastaurnum.

Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Kringlumýrarbraut.

Í Miðborginni var maður í annarlegu ástandi handtekinn á níunda tímanum. Lögreglan var búin að hafa ítrekuð afskipti af honum áður. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“