Elon Musk, einn ríkasti maður heims, er sagður hafa rætt beint við forseta Rússlands, Vladimir Putin áður en hann birti tíst þar sem hann viðraði tillögur að því hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu, en í þeim tillögum fólst að Úkraína myndi endanlega gefa eftir viss landsvæði til Rússlands. Frá þessu greinir Vice.
Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Ian Brummer er sagður hafa sent á áskrifendur ráðgjafafyrirtækis síns, Eurasia Group, skilaboð þar sem hann greinir frá því að Musk hafi sagt honum að Pútín væri „tilbúinn í samningaviðræður“ en bara ef Krímskaginn yrði gefinn eftir til Rússlands, ef Úkraína féllist á varanlegt hlutleysi og að Úkraína viðurkenndi innlimum héraðanna Luhansk, Donetsk, Kherson og Zaporizhzhia.
Bremmur mun hafa greint svo frá að Musk hafi sagt honum að þessum markmiðum ætlaði Rússland sér að má alveg sama hvað, jafnvel þó grípa þyrfti til kjarnorkuvopna ef Úkraínumenn ráðast gegn Krímskaganum sem var innlimaður árið 2014.
Musk mun hafa sagt að „grípa þyrfti til allra ráðstafanna til að koma í veg fyrir þann raunveruleika.“
This is highly likely to be the outcome in the end – just a question of how many die before then
— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022
Bremmer segir Mush hafa sagt að hann hafi neitað beiðnum Úkraínu um að virkja Starlink á Krímskaganum, en her Úkraínu hefur þar rekið sig á erfiðleika með nettengingar í gagnsókn sinni þar.
Segja má að viðbrögð Úkraínu við tillögum Musk hafi ekki verið góð, en einn diplómati sagði honum að hoppa upp í rassgatið á sér á meðan forseti Úkraínu Volodymír Zelenskí birti könnun á sínu Twitter þar sem hann spurði hvort fólki líkaði betur við þann Elon Musk sem studdi við Úkraínu eða þann sem nú hefur komið fram og styður við Rússland.
Musk svaraði Zelenskí og sagðist enn styðja Úkraínu en hann væri þó sannfærður um að stigmögnun í stríðinu gæti valdið Úkraínu sem og heiminum alvarlegum skaða.
I still very much support Ukraine, but am convinced that massive escalation of the war will cause great harm to Ukraine and possibly the world.
— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022
Uppfært: Elon Musk hefur neitað því að hafa rætt við Pútín nýlega. Síðast hafi þeir rætt saman fyrir 18 mánuðum og það hafi verið um geiminn. Ian Bremmer stendur þó fast við sitt.
No, it is not. I have spoken to Putin only once and that was about 18 months ago. The subject matter was space.
— Elon Musk (@elonmusk) October 11, 2022
i have been writing my weekly newsletter on geopolitics for 24 yrs.
i write honestly without fear or favor and this week’s update was no different.
— ian bremmer (@ianbremmer) October 11, 2022
Nobody should trust Bremmer
— Elon Musk (@elonmusk) October 11, 2022