Akureyringur á fertugsaldri var þann 4. október sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þjófnað úr verslun.
Maðurinn starfaði sem afgreiðslumaður í versluninni en á tímabilinu frá lokum febrúar 2020 til byrjunar apríl sama árs, dró hann sér rúmlega 380 þúsund krónu af fé sem viðskiptavinir verslunarinnar borguðu fyrir vörur.
Maðurinn játaði brot sín en hann hefur fram að þessu hreinan sakaferil. Var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Þess skal getið að maðurinn gerði skaðabótasamkomulag við verslunina og hefur þegar greitt henni bætur.