fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Lögregla leitar að vitnum að umferðarslysi í Kópavogi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. október 2022 10:43

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á gatnamótum Nýbýlavegar og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 5. október.

Tilkynning til lögreglu um slysið barst kl. 08:42, en áreksturinn varð milli rauðrar vörubifreiðar og dökkgrárrar Volkswagen bifreiðar. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Vörubifreiðinni var ekið Nýbýlaveg til austurs en fólksbílnum til vesturs með fyrirhugaða akstursstefnu til vinstri suður Hjallabrekku. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sigrun.jónasdottir@lrh.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland