fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Afsökunarbeiðni frá N1 – Heita endurgreiðslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N1 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af framgöngu félagsins í orkusölu. Félagið er sakað um að selja rafmagn til fasteignakaupenda á yfirverði vegna glufu í regluverki.

Í yfirlýsingu frá N1 segir að ákveðið hafi verið að félagið muni selja alla raforku til heimila á uppgefnu taxtaverði frá 1. janúar. Verður endurgreiddur mismunur á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember 2021. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í ljósi umræðu síðustu tveggja daga varðandi N1 Rafmagn sem söluaðila til þrautavara, vill N1 Rafmagn koma eftirfarandi á framfæri.

Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2022 muni N1 Rafmagn selja alla raforku til heimila samkvæmt uppgefnum taxta til allra okkar viðskiptavina, hvort sem þeir hafa skráð sig í  viðskipti hjá okkur eða koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Jafnframt hefur verið ákveðið að endurgreiða mismun á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum þegar félagið var valið af Orkustofnun til að sinna þessu hlutverki. Við störfum á neytendamarkaði og tökum mark á þeim athugasemdum sem okkur berast og biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki gert það fyrr.

Aldrei var ætlunin að blekkja neytendur á nokkurn hátt og þykir okkur leitt ef neytendur túlka það svo. Vegna skyndilegrar innkomu þrautavaraviðskipta til fyrirtækisins, þurfti N1 Rafmagn að kaupa orku handa þessum hópi á skammtímamarkaði þar sem verð eru afar breytileg og hafa hækkað ört á síðustu misserum. Því skal haldið til haga að N1 Rafmagn hefur á engum tímapunkti fengið mismun á uppgefnum taxta samkvæmt verðskrá og þrautavarataxta í sinn vasa, heldur Landsvirkjun sem selur orku á skammtímamarkaði á mun dýrara verði en til langs tíma.

Á sama tíma hvetjum við Orkustofnun eindregið til að hraða vinnu sinni hvað varðar þær kvaðir sem orkusali til þrautavara þarf að undirgangast þar sem erfitt er fyrir þann sem fyrir valinu verður að gera ráð fyrir þessum hóp í langtímaviðskiptum sínum við birgja. Taka þarf inn í myndina ófyrirsjáanlegar verðsveiflur á orkumarkaði og getu orkusalans til að bjóða þessum hópi orku á sem bestu kjörum.“

 

Við fögnum virkri samkeppni og munum nú sem áður þjónusta okkar viðskiptavini með það að leiðarljósi að bjóða lægsta verð hverju sinni. (Sjá https://aurbjorg.is/rafmagn). Við hvetjum alla neytendur til að skrá sig sjálfa hjá þeim orkusala sem þeir kjósa, án aðkomu stjórnvalda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi