fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fréttir

Örmagna manni komið til bjargar við Keili

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 17:02

mynd/björgunarsveitin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir komu örmagna manni, sem hafði verið á göngu í grennd við Keili, til hjálpar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að neyðarlínunni hafi verið gert viðvart um manninn um eittleytið í dag.

Maðurinn var norðvestur af Keili í hrauninu við Höskuldarvelli og hafði verið á göngu við annan mann frá því fyrr í dag þegar hann varð örmagna af þreytu, en að öðru leiti óslasaður.

Í tilkynningunni segir:

„Svæðið í kringum gönguleiðina að Keili er mjög gróft apalhraun og erfitt yfirferðar. Maðurinn var í lélegu símasambandi í grófu hrauninu og voru því skilyrði til leitar ekki með besta móti. Björgunarsveitarfólk hélt á svæðið úr tveimur áttum, hópar frá Grindavík, Vogum og Hafnarfirði. Rétt fyrir klukkan 15 voru mennirnir fundir þeim var komið fyrir í neyðarskýli og þeim gefin orka og hlúð að þeim örmagna. Maðurinn var óslasaður, orkulaus en að öðru leiti í ágætis ásigkomulagi. Búið var um hann í sjúkrabörum og hjóli komið undir þær, þar sem flytja þurfti hann 2 kílómetra leið að björgunarsveitarbíl.

Þá segir að maðurinn sé nú kominn að björgunarsveitarbílnum sem eigi að flytja hann til byggða ásamt félaga sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar“

„Það eru allir bara skíthræddir og vilja ekki að börnin sín séu að fara á æfingarnar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Höfuðkúpubrot og lífshættuleg hnífstunga í drykkjusamkvæmi í Reykjavík – Fær bætur sex árum eftir atvikið

Höfuðkúpubrot og lífshættuleg hnífstunga í drykkjusamkvæmi í Reykjavík – Fær bætur sex árum eftir atvikið
Fréttir
Í gær

Myndir: Skítleg umgengni ferðamanna í Fagradal – „Mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla“

Myndir: Skítleg umgengni ferðamanna í Fagradal – „Mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla“
Fréttir
Í gær

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“

Flassari í Laugardal veldur usla – „Tilkynnt um afbrigðilega hegðun í hverfi 105“
Fréttir
Í gær

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“
Fréttir
Í gær

Meintir þolendur Brynjars eru undir 15 ára aldri – „Eitt af umfangsmestu málunum,“ segir héraðssaksóknari

Meintir þolendur Brynjars eru undir 15 ára aldri – „Eitt af umfangsmestu málunum,“ segir héraðssaksóknari