fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
Fréttir

Dularfullt drónaflug í Reykjanesbæ rakið til lögreglu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óútskýrð ljós á himnum fyrir ofan Reykjanesbæ eru að öllum líkindum drónar á vegum lögreglunnar. Engin svör fást frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem gætu útskýrt umrædd ljós en Ríkislögreglustjóri segir sérsveitina æfa drónaflug á svæðinu,“ segir í fréttaskýringu á vefnum 24.is en Atli Már Gylfason hefur undanfarna mánuði rannsakað dularfullt flug dróna yfir bænum.

Þess má geta að Atli Már er þekktur rannsóknarblaðamaður sem hefur starfað fyrir DV og Stundina. Hann er nú nýkominn til starfa aftur eftir nokkurt hlé og vinnur hjá 24.is.

Í greininni kemur fram að stórum drónum á vegum lögreglunnar er reglulega flogið frá Keflavíkurflugvelli og yfir byggð í Reykjanesbæ. Lögreglumönnum sem eru sérþjálfaðir í drónaflugi hefur fjölgað mikið undanfairð. Staðfestir talsmaður hjá sérsveit Ríkislögreglustjóra að margir drónar séu í eigu embættisins og þeim sé flogið reglulega.

Hins vegar kannast lögreglan á Suðurnesjum ekki við að eiga dróna. Spurningin er þá sú hverjir standa á bak við drónaflugið í Reykjanesbæ. „En ef það voru ekki lögreglumenn á Suðurnesjum sem voru að fljúga umræddum drónum, hver gæti það þá verið? Hver gæti verið að fljúga drónum ítrekað frá Keflavíkurflugvelli og yfir byggð í Reykjanesbæ?“ segir í grein Atla. Eftirgrennslanir hans hafa leitt í ljós að drónaeign hjá íslenskum lögregluembættum hefur stóraukist en þó kannast Lögreglan á Suðurnesjum ekki við að eiga dróna. Síðan segir:

„En hvað ætli þá þessi aukna notkun flygilda hjá lögreglunni þýði fyrir almenning? Eftir því sem 24 kemst næst þá þýðir það aukið eftirlit með borgurum landsins. Aukið eftirlit án þess að það krefjist heimilda. Til þess að lesendur átti sig á því hvað átt er við þegar talað er um eftirlit með heimild þá er gott að líta til þeirra verkferla, reglna og laga sem lögreglan hefur þurft að fylgja hingað til. Lögreglan má til dæmis ekki leita heima hjá þér án þess að hafa fengið heimild frá héraðsdómi, hún má ekki setja eftirfarabúnað undir bifreið án heimildar og síðast en ekki síst má hún ekki hlera símtölin þín nema að undangengnum dómsúrskurði.“

Sjá nánar á vef 24.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigrún er oft með loddaralíðan – „Ég er alltaf að bíða eftir að það komist upp um mig“

Sigrún er oft með loddaralíðan – „Ég er alltaf að bíða eftir að það komist upp um mig“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Barbara varpaði sprengju um nafnlaust bréf – „Hefur lagt mig í einelti og ávallt brugðist illa við framgangi mínum í starfi“

Barbara varpaði sprengju um nafnlaust bréf – „Hefur lagt mig í einelti og ávallt brugðist illa við framgangi mínum í starfi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar og Björgvin Narfi úrskurðaðir í þriggja ára atvinnurekstrarbann – Svik og prettir við rekstur veitingahússins Ítalíu

Elvar og Björgvin Narfi úrskurðaðir í þriggja ára atvinnurekstrarbann – Svik og prettir við rekstur veitingahússins Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg

Þingmaður meðal á þriðja tug manna sem lagt hafa fram sameiginlega kæru gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi

Danir og Grænlendingar ánægðir með fundinn mikilvæga en Bandaríkin vilja enn komast yfir Grænland – Kauptilboð sagt vera í undirbúningi