Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækisins Dyrasímar ehf og fundust engar eignir í búinu. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Lýstar kröfur í búið eru yfir 30 milljónir króna.
Fyrirtækið Dyrasímar ehf var heildverslun með rafeinda- og fjarskiptabúnað og tengda hluti. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota þann 9. mars á þessu ári. Félagið var afskráð í dag, 30. september, en skiptum var lokið þann 15. september.