fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lýsa yfir furðu og vonbrigðum með viðskilnað Önnu Dóru

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2022 12:14

Mynd/Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Ferðafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar afsagnar forseta félagsins, Önnu Dóru Sæþórsdóttur, en samhliða afsögninni sakaði hún aðra stjórnarmenn um dónaskap, útilokun og að hafa barist hart gegn ásökunum gegn stjórnarmeðlimum, núverandi og fyrrverandi, um ótilhlýðilega háttsemi og grófa kynferðislega áreitni.

Sjá einnig:

Segir Lækna-Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga þrátt fyrir ásakanirnar – „Hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum““

Í yfirlýsingu stjórnar er ásökununum vísað á bug og lýsir stjórn yfir vonbrigðum yfir því hvernig Anna Dóra „lýsir viðskilnaði sínum við félagið.“.

Í yfirlýsingu segir að til staðar séu fagleg ferli og viðmið um hvernig taka skuli á málum sem komi upp varðandi samskipti innan félagsins, þar með talin mál er varði kynferðislega áreitni. Tekið hafi verið á öllum slíkum málum með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.

Hins vegar staðfestir stjórn að til staðar hafi verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við Önnu Dóru. En það hafi verið vegna stjórnarhátta hennar og framkomu hennar við framkvæmdastjóra félagsins.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Yfirlýsing frá stjórn Ferðafélags Íslands

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Hjá Ferðafélagi Íslands hafa verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig tekið skal á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni. Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta.

Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins.

Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Allt stjórnarfólk hafnar þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið fram með.

Fh stjórnar FÍ

Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?