fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Banaslys við Hvalfjarðargöngin í kjölfar eftirfarar lögreglu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2022 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð við Hvalfjarðargöngin í gær þegar miðaldra maður, á flótta undan lögreglu, klessti harkalega á og velti bíl sínum. Þetta er fullyrt í frétt Mannlífs í morgun.

Fréttablaðið greindi frá slysinu í gærkvöldi en þá var ekki vitað um ástand mannsins. Í fréttinni var haft eftir eiginmanni sjónarvotts að ökumaðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og ekið mjög óvarlega. Hann hafi lent í árekstri og bifreiðin tekist á loft og svo oltið. „Í þokkabót þá kastaðist maðurinn út úr bílnum á meðan hann var í loftinu. Alveg einhverja tíu metra,“ hefur Fréttablaðið eftir viðmælanda sínum.

Í fréttinni kemur fram að sjúkraflutningamaður hafi verið um borð í rútu sem kom aðvífandi og sá hafi hlaupið út, þegar rútan stöðvaðist, og veitt manninum aðhlynningu þegar í stað.

Uppfært kl.11.20: Lögreglan á Vesturlandi hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook-síðu sinni vegna málsins. Hún hljóðar svo:

Um kl. 19:00 föstudaginn 22. júlí barst lögreglu tilkynning frá vegfarendum um rásandi aksturlag bifreiðar í Hvalfjarðargöngunum á leið vestur. Lögreglumenn á Vesturlandi fóru frá Akranesi í átt að göngunum til þess að kanna með ökumann þessa ökutækis. Á leið sinni að Hvalfjarðargöngum mættu þeir bifreiðinni á Akrafjallsvegi. Lögreglumenn snéru við og hugðust stöðva akstur ökumanns og kanna ástand hans en þá hafði hann sýnilega þegar aukið ferðina verulaga og langur vegur á milli bifreiðar hans og lögreglumanna. Ökumaður ók siðan fram úr strætisvagni á ógnarhraða að sögn vitna og fyrir framan strætisvagninn á miðjum Akrafjallsvegi virðist ökumaður hafa misst stjórn á bifreiðinni og hafnaði utan vegar. Bifreiðin fór nokkarar veltur að sögn vitna í strætisvagninum og virðist sem ökumaður hafi kastast út úr bifreiðinni við það. Endurlífgun lögreglu og sjúkraliðs sem kom á vettvang bar ekki árangur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“