fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Pétur vill banna skammbyssur – „Talað er um að tveir hópar glæpa­gengja starfi í land­inu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 15:00

Pátur Gunnarsson rithöfundur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson segir að í ljósi nýlegra atburða sé brýnt að endurnýja bann við skamm­byssum með við­auka um vél­byssur og sjálf­virka riffla, að við­lögðum him­in­háum sektum og refs­ing­um. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar á Kjarnanum undir yfirskriftinni „Til hvers skammbyssur?“

Í greininni rifjar Pétur upp að snemma árs 1968 hafi tvö morð verið framin með skömmu millibili í Reykjavík, bæði með skammbyssum.

„Óhug sló á þjóð­ina og lög­reglan gaf út til­kynn­ingu þar sem allar skamm­byssur voru inn­kall­að­ar, hvar sem þær kynnu að leyn­ast og hvernig sem til þeirra hefði verið stofn­að, að við­lögðum háum sekt­um. Enn er í minnum byssu­haug­ur­inn sem barst til höf­uð­stöðva lög­regl­unn­ar, allt frá fram­hlaðn­ingum og byssu­stingjum til nútíma víg­tóla. Skamm­byssur voru lýstar óalandi og óferj­andi á Íslandi, enda aug­ljós­lega ekki ætl­aðar til ann­ars en valda ógn og dauða, segir Pétur.

Hann veltir upp spurningunni um tilgang skammbyssa því enginn fari til veiða með skammbyssu, en þær henti vel til að fremja vopnað rán eða drepa fólk.

Þá spyr Pétur hvernig standi á því að hér sé skyndilega allt vaðandi í byssum og skotárásum, og hver hafi eiginlega leyft þær að nýju.

„Nú er svo komið að talað er um að tveir hópar glæpa­gengja starfi í land­inu og lög­reglan greinir frá þessu eins og ekk­ert sé og sýnir því jafn­vel vissan skiln­ing – hinn almenni borg­ari þurfi ekk­ert að ótt­ast. Maður hefði þvert á móti haldið að áþekk yfir­lýs­ing yrði til þess að allt þjóð­fé­lagið yrði sett á við­bún­að­ar­stig og þetta mál eitt á mála­skrá þings­ins þar til yfir lyk­i,“ segir Pétur sem vill láta banna skammbyssur aftur sem allra fyrst.

Hér má lesa greinina í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna