fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. júní 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir fréttastjóri segir að það þurfi að setja „samgönguvandamál næturlífsins í algjöran forgang og finna á því lausn“ í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hún vekur athygli á þessu vandamáli – sem margir Íslendingar hafa kvartað yfir – að það sé erfitt að komast til síns heima eftir djammið í miðbæ Reykjavíkur.

„[Það] fylgja því margvíslegar hættur að stór hópur fólks sitji fastur einhvers staðar um miðjar nætur gegn vilja sínum. Fólk tekur til eigin ráða og sest ölvað undir stýri eða upp í bíla með ókunnugum. Þau sem kjósa að ráfa heim á leið fótgangandi geta átt á hættu að deyja úr kulda en hætta á því eykst verulega í ölvunarástandi á vetranóttum. Þá er stöðug ófriðarhætta yfirvofandi meðal þeirra sem hanga saman í röðinni, mun lengur en þau hafa þol til.“

Aðalheiður segir að það komi sér á óvart hve litlum forgangi málið hefur verið af hálfu yfirvalda. „Og jafnvel hve erfitt hefur reynst að fá það viðurkennt. Þegar Fréttablaðið kannaði málið snemma í vor vildi lögreglan ekki kannast við að hörgull væri á leigubílum. Næturröðin í Lækjargötunni væri ekkert lengri en venjulega,“ segir hún.

„Myndirnar af Birnu Brjánsdóttur að ganga upp Laugaveginn í janúarkuldanum árið 2017 eru greiptar inn í huga okkar allra. Örlög hennar settu af stað háværar kröfur um aukið myndavélaeftirlit í miðborginni en ættu líka að vera áminning um hve mikilvægt er að veita unga fólkinu sem skemmtir sér í miðborginni góða þjónustu og öruggar samgöngur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“