fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Hryðjuverkaárás á hinsegin skemmtistað í Osló – „Við stöndum öll með ykkur“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 09:50

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigöngunni í Osló, sem átti að fara fram í dag, hefur verið aflýst í kjölfar skotárásar sem framin var í nótt á skemmtistaðnum London Pub en um er að ræða skemmtistað hinsegin fólks. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir árásina. Lögreglan fékk fjölmargar tilkynningar um árásina klukkan 01:14 í nótt, var mætt á vettvang skömmu síðar og handtók hinn grunaða þremur mínútum eftir það.

Sá grunaði hefur verið ákærður fyrir bæði morð og hryðjuverk vegna þessa en um er að ræða norskan ríkisborgara sem er upprunalega ættaður frá Íran. Hann er svokallaður góðkunningi lögreglunnar en hafði fram að þessu einungis verið dæmdur fyrir smáglæpi.

Í yfirlýsingu frá skemmtistaðnum kemur fram að allt starfsfólk staðarins sé óhult og er því ljóst að þeir sem urðu fyrir árásinni voru gestir á staðnum. Þá segir í yfirlýsingu staðarins að um „hreina illsku sé að ræða“.

Þau sem sjá um skipulagið á gleðigöngunni í Osló tjáðu sig um málið á Facebook-síðu gleðigöngunnar og greindu þar jafnframt frá því að henni hefur verið aflýst vegna ráðlegginga frá lögreglunni. „Við munum fylgja ráðleggingum lögreglunnar og hugsa vel um hvort annað,“ segir Inge Kristin Haugsevje, formaður gleðigöngunnar í Osló.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, vottaði fórnarlömbum samúð á Facebook-síðu sinni. „Við vitum ekki ennþá hvað var á bakvið þetta hræðilega atvik en hinsegin samfélagið sem er nú hrætt og syrgir hin látnu, ég vil segja við ykkur að við stöndum öll með ykkur,“ segir Jonas í færslunni.

Forseti norska þingsins, Masud Gharahkhani, tjáði sig einnig um málið og vottaði aðstandendum samúð. „Að eitthvað svona hrottalegt og hræðilegt geti gerst, fólk var í bænum vegna hátíðar fjölbreytileika og ástar,“ segir Gharahkhani. Þá segist hann sjá aftur og aftur hversu mikið hatur hinsegin fólk fær og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. „Það er sorglegt og óásættanlegt.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“