fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Þakklátur fyrir að vera á lífi“ – Feðgar urðu fyrir skotárás í Hafnarfirði

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mateusz Dariusz Lasek var að fara með son sinn Jakub Mateusz á leikskólann Víðivelli í Hafnarfirði í gær þegar skotið var á bíl þeirra. Maður situr nú í varðhaldi grunaður um að hafa skotið á tvo bíla á miðvikudagsmorgun úr íbúð í fjölbýlishúsi við Miðvang, en maðurinn gaf sig fram við lögreglu eftir margra klukkutíma umsátur sérsveitar um húsið.
Mateusz hefur búið á Íslandi í 11 ár og er lærður bifvélavirki. Hann og kona hans eiga tvö börn, eina dóttur sem er eins árs og svo einn sex ára son sem var í aftursæti bílsins þegar árásin átti sér stað.

„Hann hélt að ég væri einhvers konar glæpamaður“

„Svo heyrði ég einhvers konar smell. Fyrst hélt ég að þetta væru einhver hljóð í bílnum, að eitthvað skemmdist. Smellurinn var ekki mjög hár en vel heyranlegur. Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og svo fann ég fyrir gleri rigna á bakið og höfuðið á mér. Ég opnaði hurðina og steig úr bílnum til að athuga hvað skeði, hvort það hafi verið einhver að kasta stein í rúðuna eða hvað. Þá sá ég mann á svölum með langa byssu og hann var að miða á bíllinn okkar. Ég hrópaði á hann „hvað ertu að gera?“ og „hættu þessu“ og sagði að ég ætlaði að hringja í lögreglu. Svo hringdi ég strax í lögreglu. Það var hvort sem er enginn annar á bílastæðinu nema við feðgarnir,“ sagði Mateusz í viðtali við RÚV.

„Þegar ég byrjaði að hrópa mjög hátt á hann þá hrökk hann við. Ég man að ég spurði hann af hverju hann væri að þessu og hann svaraði að hann héldi að ég væri einhvers konar glæpamaður.“

„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur“

„Við komum heim og strákurinn fór að segja mömmu sinni hvað kom fyrir. Hann sagði að það hafi verið vondur maður sem skemmdi bílrúðuna í bílnum okkar og að pabbi hafi hrópað mjög hátt á hann. Þannig hann veit augljóslega hvað kom fyrir. Þetta er hans skilningur á atburðinum. Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað er annað hægt að kalla þetta?“ bætti Mateusz við.

Mateusz segir að hann sé enn í miklu áfalli.  „Mér myndi aldrei detta í hug að eitthvað slíkt gæti komið hérna upp. Ég er í miklu uppnámi. Guði sé lof að ég er á lífi. Sonur minn er á lífi og enginn annar hefur meiðst í þessum hræðilega atburði.“

Sjá má viðtalið í heild sinni á ruv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Í gær

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“