fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

„Hjálmarnir bjarga“ – Dóttir Hildar og Sindra lenti í ískyggilegu hjólreiðaslysi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson birtu færslu á Facebook fyrr í dag þar sem þau greindu frá alvarlegu atviki sem dóttir þeirra Sara Rós lenti í síðasta mánudag. DV hafði samband við hjónin og fékk góðfúslegt leyfi til að greina frá atvikinu og birta myndir enda er boðskapur frásagnar þeirra brýnn: „Hjálmarnir bjarga.“

„Sara Rós hafði átt góðan dag, fór á fótboltaæfingu, horfði á bróður sinn keppa fótboltaleik og hjólaði um allan bæ með vinkonu sinni. Hún var svo á leið heim fyrir kvöldmat þegar hún fipaðist á hjólinu sínu á fljúgandi ferð yfir hraðahindrun og lenti á andlitinu á malbikinu með hendur ennþá á stýri,“ skrifa þau í færslunni.

Hjónin segjast vera mjög þakklát fyrir fólkið sem aðstoðaði Söru Rós og hlúði að henni eftir slysið.

„Yndislegt fólk kom og aðstoðaði hana, kældi á henni andlitið, knúsaði hana og hringdi í okkur foreldrana. Þegar heim var komið varð okkur brugðið þegar við sáum betur áverkana en hún var mikið bólgin í andliti, mundi lítið eftir því sem hafði gerst fyrr um daginn eða slysinu sjálfu og við skoðun á hjálminum kom í ljós að hann hafði fengið mikið högg við gagnaugað og klofnað í tvennt.“

Hjónin segja að þetta sýni hvað hjálmurinn er gríðarlega mikilvægur því hann hafi væntanlega tekið af henni mesta höggið við fallið.

„Við fórum með Söru Rós á heilsugæsluna þar sem kom í ljós að hún hefði brotið andlitsbein á 2 stöðum og fengið heilahristing, með skrámur á höndum og hnjám en sloppið vel og þarf bara að taka því rólega næstu dagana. Við erum afar þakklát því yndislega fólki bæði á Ásaveginum sem kom henni til hjálpar, faglegri og góðri þjónustu á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum en þakklátust erum við hjálminum sem væntanlega tók mesta höggið af henni við fallið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“