fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Maður sakfelldur fyrir 54 þjófnaðarbrot – Stal 30 ryksuguvélmennum og 8 hrærivélum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur fallið í máli manns sem ákærður var í 61 lið. Þar af voru 54 þeirra þjófnaðarbrot og 6 umferðarlagabrot. Flestu stal maðurinn úr Byko, Bónus og ÁTVR á tímabilinu frá 14. október 2021 til 10. maí 2022. Einnig var hann staðinn að því að keyra undir fölskum skráningarmerkjum fimm sinnum.

Meðal þess sem hann stal voru tugir flaska af viskí, rommi og koníaki að virði tugir þúsunda, 30 ryksuguvélmenni af ýmsum gerðum fyrir hundruð þúsunda, 8 KitchenAid hrærivélar, sverðsagarblaðasett, bitasett og stingsög, sturtusett og eldhústæki. Einnig voru þar á meðal margir tugir ljósapera og rafmagnshlaupahjól.

Það kemur líka fram í dómnum að hann hafi framið fjársvik og tekið á móti 25 þúsund krónum í skiptum fyrir að senda kaupandanum hljóðupptökubúnað í pósti sem hann gerði svo aldrei.

Ákærði var dæmdur í 10 mánaða, skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í 9 mánuði frá dómsbirtingu. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1.292.583 krónur í sakarkostnað, þar með talda 1.116.000 króna þóknun verjanda síns. Í skaðabætur skal hann greiða ÁTVR 95.591 krónur, Elko 344.980 krónur, Högum hf. 137.924 krónur og Lyfju hf. 26.667 krónur. Einnig mun hann greiða ÁTVR 200.000 krónur og Högum hf. 100.00 krónur í sakarkostnað.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“