fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Sænska ríkið leggur SAS ekki til meira fé

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 09:00

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl-Petter Thorwaldsson, atvinnumálaráðherra Svíþjóðar, tilkynnti á fréttamannafundi í morgun að sænska ríkið muni ekki leggja skandinavíska flugfélaginu SAS til meira fé. Hann sagði að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að sætta sig við að hlutur Svía í félaginu minnki.

SAS tapaði sem nemur tæpum 60 milljörðum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi. Danska ríkisútvarpið segir að í síðustu viku hafi félagið tilkynnt að ekki sé öruggt að það geti staðið við björgunaráætlunina sem hafði verið sett fram til að reyna að bjarga félaginu.

Hluti af þessari áætlun er að eigendur félagsins leggi því til fé. Á fréttamannafundinum í morgun sagði Thorwaldsson að nú væri boltinn hjá SAS, félagið verði að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd svo það geti haldið starfsemi sinni áfram.

Sænska ríkið er annar af tveimur stærstu eigendum félagsins en það á 21,8% hlut í því. Danska ríkið á einnig 21,8% hlut í félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“