fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Simmi segir Flosa snúa út úr og hann vilji ekki lækka laun – „Ég hefði geta verið skýrari í því“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2022 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir það ekki rétt að hann hafi viljað lækka laun með hugmynd sinni um að fyrstu átta tíma vakta yrðu alltaf á dagvinnutaxta. Óhætt er að segja að hugmyndin og vangaveltur Sigmars hafi fallið í grýttan jarðveg og fannst mörgum lítið til þeirra koma. Einn þeirra var Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem kallaði útspil Sigmars óvenjulega þvælu og að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem athafnamaðurinn væri með hugmyndir um að lækka laun í veitinga- og ferðaþjónustugeiranum.

Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar Sigmar því alfarið á bug að hafa ætlað að lækka laun með hugmynd sinni.

„Það var ekkert í minni hugmynd sem talaði um lækkun. Heldur frekar hækkun á dagvinnutaxta, þar sem ég sagði að hægt væri þá að einbeita sér að því (í komandi kjarasamningum). Ég hefði geta verið skýrari í þvi, vissulega. Hugmyndin byggir á því að jafna út eða amk lækka þennan mun sem er í álaginu en slíkt er í takt við það sem er á Norðurlöndum. Hvergi er hærri munur á þessu álagi en hér á Íslandi. Kjaraviðræðurnar í haust munu snúast um lágmarkslaun og grunnlaun (eins og alltaf). Hækkir þú grunnlaun og án þess að lækka mun á álagi (33% og 45% ) mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengda atvinnustarfsemi sem hefur síðan áhrif á allt i okkar samfelagi enda um að ræða stærstu atvinnugrein á Íslandi. Áhrifin birtast í verðhækkunum og verri samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaður,“ skrifar Sigmar.

Hann segir að í hugmyndavinnu vilji hann að öllum hugmyndum sé velt upp því í umræðum um fáránlegustu hugmyndirnar kvikna oft þær bestu.

„Kjaramál og kjarasamningar eru ekkert öðruvísi. Það að gera kjarasamninga sem hvorki Fyrirtæki né starfsmenn skilja er í besta falli fáránlegt. Ekki nóg með það, þá starfa tugir manna í verkalýðsfélögum og tugir manna í Samtökum Atvinnulífsins við það eitt að túlka Kjarasamninga alla daga allt árið. Túlka kjarasamninga?! Í raunheimum atvinnulífsins þá eru samningar sem þurfa mikla túlkun lélegir samningar. Öll lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi hafa gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að allt launafólk á Íslandi hafi sem mestar ráðstöfunartekjur í annað en húsnæði, mat, eldsneyti, tryggingar, hita og rafmagn, fasteignagjöld og önnur lífsnauðsynleg útgjöld. Hvernig á t.d. verslun að selja fólki nýjan borðlampa ef ekkert er eftir?Það eru því hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur lægstu launa aukist sem mest í komandi kjarasamningum,“ skrifar Sigmar.
Hann sakar svo Flosa um að villa um fyrir fólki og snúa út úr hugmynd sinni.
„Hugmyndin sem ég lagði fram tók. ekki á næturvinnu né vaktaálagi á milli næturvakta og dagvakta til skiptis. Ég hvet þig til að nýta tíma þinn í þinni stöðu/vinnu til að koma með uppbyggilegar og góðar hugmyndir/rýni til gagns í þessum efnum í stað þess að villa um og snúa útúr hugmyndum sem eru lagðar fram. Uppbyggileg og málefnaleg nálgun mun alltaf skapa umræðu sem getur ekki annað en leitt af sér góðar afurðir.“

Færsla Sigmars á Facebook:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“