fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Áform um auglýsingaskilti við Klambratún vekja reiði – „Gjörið svo vel og bakkið með þessa þvælu“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. júní 2022 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Hlíðahverfi eru margir hverjir afar ósáttir við þau áform Reykjavíkurborgar að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hið nýja skilti yrði á tvö hundruð metra kafla við túnið þar sem þegar hafa risið tvö slík skilti. Áformin voru auglýst á vef Reykjavíkurborgar þann 9. maí síðastliðinn og mun frestur til að gera athugasemdir renna út þann 7. júní næstkomandi. Aðeins íbúar í ákveðnum húsum við Lönguhlíð, nánar tiltekið 7, 9, 11, 13, 15 og 17 teljast hagsmunaðilar og mega gera athugsemdir við áformin.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðahverfi, hefur vakið athygli á málinu og segir auglýsingavæðingu almannnarýmis varhugaverða. Í viðtali við Vísi segir hann að það skjóta skökku við að fólk sem sé að reyna að eiga notalega frístund á Klambratúni sé neytt til þess að neyta auglýsinga með þessum hætti. Telur hann ennfremur að þessi þrjú auglýsingaskilti á stuttum kafla brjóti gegn ákvæðum samþykktar borgarinnar um slík skilti en þar segir meðal annars að skiltin eigi ekki að vera fólki til ama eða óþæginda.

Reynt að lauma skiltinu framhjá skipulagi

Þá sakar Breki Reykjavíkurborg að reyna að lauma skiltinu framhjá hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi sem verið er að vinna í.

„Ef það á að auglýsingavæða Klambratún verður að fjalla um það heildstætt í hverfisskipulagi, en þarna er verið að lauma því fram hjá skipulaginu. Þetta er bara vanvirðing við þetta ferli sem hverfisskipulagið er,“ segir Breki.

Breki hefur verið virkur við að benda á málið í íbúðarhópi Hlíðahverfis og hvetja fólk til mótmæla.

Ljóst er að fjölmargir eru á sama máli og Breki en einn þeirra er fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.

„Nú á ég hagsmuna að gæta sem íbúi við Klambratún en þetta er svívirða við hvaða almannarými sem er í borginni. Gjörið svo vel og bakkið með þessa þvælu. Það getur ekki verið í neinu samræmi við vilja borgarbúa að sóða allt út í auglýsingaskiltum,“ skrifar Kristinn í Facebook-færslu.

Segir hann tilviljun hafa ráðið því að hann rak augun í skipulagsauglýsinguna en mótmælafrestur er við það að renna út eins og áður segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum