fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá óperunni vegna deilunnar við Þóru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 18:57

Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Íslensku óperunnar. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Einarsdóttir óperusöngkona vann á dögunum sigur fyrir Landsrétti í launadeilu gegn Íslensku óperunni, en Þóra hafði áður tapaði málinu fyrir héraðsdómi. Var Íslenska óperan dæmd til að greiða söngkonunni 638.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri hefur nú, fyrir hönd Íslensku óperunnar, sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslenska óperan ætli að una dómi Landsréttar og freisti þess ekki að fá málinu áfrýjað fyrir Hæstarétt. Segir að Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019 hafi nú verið greitt í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í málinu og hefur þegar greitt stefnanda og öðrum söngvurum sýningarinnar í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Jafnframt hefur ÍÓ átt frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara verði best komið í framtíðinni, svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.

Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og Íslenska óperan snúi nú bökum saman um bestu nálgunina við samningagerðina. Vonast stjórnin til þess að viðræðurnar skili farsælli niðurstöðu og samkomulagi um ráðningarmál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við og byggt sameiginlega á til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm