fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Friðrik flutti inn spænskar vínflöskur fullar af amfetamíni og sagðist hafa unnið þær í verðlaun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 18:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Friðriki Hansen sem reyndi að flytja inn til landsins rúmlega einn og hálfan lítra af amfetamínbasa í spænskum vínflöskum.

Söluandvirði fíkniefnanna er um 20 milljónir króna.

Friðrik hefur ávallt neitað sök í málinu og segist hafa verið í góðri trú um að hann væri með vín meðferðis en ekki amfetamínbasa. Hins vegar barst óskýrð 300 þúsund króna greiðsla inn á reikning hans rétt fyrir heimför hans til Íslands, sem ætla má að hafi verið fyrir að flytja efnin til landsins.

Friðrik gaf mismunandi skýringar á því hvernig vínflöskurnar komust í hendur hans. Í einni skýrslu sagðist hann hafa fengið þær að gjöf í samkvæmi en í annarri að hann hafi unnið þær á hverfishátíð.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Friðrik í tveggja ára fangelsi í fyrra. Landsréttur hefur nú staðfest þann dóm.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“