fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Friðrik flutti inn spænskar vínflöskur fullar af amfetamíni og sagðist hafa unnið þær í verðlaun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. júní 2022 18:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Friðriki Hansen sem reyndi að flytja inn til landsins rúmlega einn og hálfan lítra af amfetamínbasa í spænskum vínflöskum.

Söluandvirði fíkniefnanna er um 20 milljónir króna.

Friðrik hefur ávallt neitað sök í málinu og segist hafa verið í góðri trú um að hann væri með vín meðferðis en ekki amfetamínbasa. Hins vegar barst óskýrð 300 þúsund króna greiðsla inn á reikning hans rétt fyrir heimför hans til Íslands, sem ætla má að hafi verið fyrir að flytja efnin til landsins.

Friðrik gaf mismunandi skýringar á því hvernig vínflöskurnar komust í hendur hans. Í einni skýrslu sagðist hann hafa fengið þær að gjöf í samkvæmi en í annarri að hann hafi unnið þær á hverfishátíð.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Friðrik í tveggja ára fangelsi í fyrra. Landsréttur hefur nú staðfest þann dóm.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm