fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Rútuskortur háir ferðaþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar neyddust mörg ferðaþjónustufyrirtæki til að selja rútur sínar. Það er að koma í bakið á geiranum í dag því mikill skortur er á rútum og mun hann gera að verkum að ekki munu allir þeir erlendu ferðamenn, sem vilja fara í ferðir innanlands, geta fengið óskir sínar uppfylltar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að töluvert hafi verið um að stórir bílar, þar á meðal rútur, hafi verið seldir úr landi í faraldrinum. Nú er ferðaþjónustan hins vegar að taka hraðar við sér en nokkur sá fyrir og þá stefnir í skort á rútum.

Stefán Gunnarsson, forstjóri Guðmundar Jónassonar ehf., sagði í samtali við Fréttablaðið að það sé brjálað að gera, bæði við flutning á fólki og einnig sé uppselt á mörgum hótelum víða um land í sumar.

„Við gengum í gegnum Covid, svo urðu launahækkanir og nú kemur mikil hækkun á aðföngum, ekki síst eldsneyti. Þetta hafa verið brekkur en sem betur fer er ferðaþjónustan að taka ótrúlega vel við sér,“ sagði hann.

Svo góður gangur er í þessu að ekki er öruggt að hægt verði að anna eftirspurn erlendra ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim