fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Sigurður ósáttur með dóminn í máli Ingós – „Dómari afnemur friðhelgi einkalífs og æruvernd í þágu byltingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er ósáttur með dóminn í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns sem tapaði í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamáli sínu gegn Sindra Þór Sigríðarsyni.

Sjá einnig: Hvers vegna var Sindri sýknaður? 

„Dómari afnemur friðhelgi einkalífs og æruvernd í þágu byltingar,“ skrifar Sigurður í Facebook-færslu um málið. Segir hann að með dómnum hafi mannréttindi vikið fyrir hugmyndafræði um betri heim. Sé þetta ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist:

„Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur afnam með dómi í gær í máli Ingólfs Þórarinssonar gegn Sindra Sigríðarsyni friðhelgi einkalífs og æruvernd í nafni byltingar.

Það er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndafræði um betri heim hefur verið talin mannréttindum æðri.

Boðskapur dómarans er sá, að í nafni tjáningarfrelsis sé sérhverjum frjálst að bera sakir á samborgara sína, troða þá niður í svaðið, hafa af þeim lífsviðurværi sitt, ef tjáandanum finnst hann vera að vinna að framgangi ríkjandi hugmyndafræði og telur sig vera að segja satt og rétt frá og getur stutt þá tilfinningu sína með framburði skoðanasystkina.“

DV fjallaði ítarlega um málið í gær. Lykilatriði í sýknunni virðist vera það að dómari fellst á að Sindri hafi ekki sakað Ingó um refsivert athæfi og kaupir dómarinn þá túlkun Sindra á orðalaginu „ríða börnum“ að þar eigi hann við það athæfi fullorðinna manna að sænga með stúlkum á aldrinum 15-17 ára. Dómari taldi einnig að vegna umfangsmikillar umræðu í samfélaginu um þetta meinta athæfi Ingó megi færa rök fyrir því að Sindri hafi verið í góðri trú er hann lét ummæli sín falla.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri