fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Miðaldra kona frá Borgarnesi sakfelld fyrir fjárdrátt: Dag eftir dag stal hún af manninum sem hún átti að annast

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 19:00

Frá Borgarnesi. Mynd: Pjetur Sigurðsson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra kona frá Borgarnesi hefur verið sakfelld fyrir fjárdrátt upp á rétt rúmlega 3 milljónir króna. Konan var skipuð lögráðamaður manns og hafði því aðgang að fjárreiðum hans. Á fjögurra ára tímabili, frá 2016 til 2020, millifærði hún samtals 3 milljónir, 75 þúsund og 700 af reikningi hans yfir á eigin reikning. Á tímabilum voru millifærslur af þessu tagi marga daga í röð, oft mjög lágar upphæðir, alveg niður í 600 krónur og upp í 110.000 krónur. Voru millifærslurnar samtals 178.

Dómur var kveðinn upp í málinu við Héraðsdóm Vesturlands þann 27. maí.

Konan viðurkenndi brot sín enda sönnunargögnin óvefengjanleg.

Konan var ákærð fyrir brot í opinberu starfi og er litið svo á að hún hafi verið opinber starfsmaður í því hlutverki sínu að vera lögráðamaður mannsins. Er þetta virt til refsiþyngingar en til refsilækkunar kom að hún var með hreint sakavottorð.

Konan var dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hún var dæmd til að greiða manninum þá upphæð sem hún stal af honum, 3.075.700 kr. ásamt dráttarvöxtum. Einnig þarf hún að greiða réttargæslumanni þolandans rúmlega 600 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti