fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Nú er Pútín byrjaður að sækja lík í Moskvu á botni Svartahafs

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 09:30

Moskva að sökkva. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru sagðir hafa sótt lík og búnað úr flaki flaggskips Svartahafsflotans, Moskvu, en það liggur á botni Svartahafs. Úkraínumenn sökktu skipinu í apríl.

Rússar hafa haldið því fram að skipið hafi sokkið eftir að eldur kom upp í því og sprenging varð í skotfærageymslunni. Þeir hafa einnig haldið því fram að allri áhöfninni, 510 manns, hafi verið bjargað.

En þessar fullyrðingar virðast ekki standast, að minnsta kosti ekki að öllu leyti, að sögn Aftonbladet.

Blaðið segir að björgunaraðgerðir Rússa við flak skipsins hafi nú staðið yfir í tvær vikur hið minnsta og hefur þetta eftir Vadim Skibitsky fulltrúa úkraínsku leyniþjónustunnar.

Hefur blaðið eftir Skibitsky að Rússar hafi sent sjö skip að flakinu til að sækja lík áhafnarmeðlima og leynilegan tækjabúnað sem þeir vilja ekki að önnur ríki komist yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Í gær

Fimm í haldi í skotvopnamáli

Fimm í haldi í skotvopnamáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug