fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Innblásturinn kom yfir Juan sem gladdi Breiðhyltinga með veggjalist – „Sólin sagði mér að gera þetta“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 30. maí 2022 12:30

Talsverður munur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sólin sagði mér að gera þetta,“ segir götulistamaðurinn Juan en nýtt verk eftir hann á útvegg í Breiðholti hefur vakið mikla lukku á íbúasíðu á Facebook. Óhætt er að segja að lítil prýði hafi verið af veggnum sem var þakinn veggjakroti áður en Juan tók til hendinni. Í samtali við DV segir hann enginn hafi pantað verkið heldur hafi hann átt frumkvæðið sjálfur. „Innblásturinn var allsráðandi. Þetta hefur verið veggur sem alltaf er hægt að mála til að fríska upp á svæðið. Í gær var svo sólríkt og hlýtt að það varð að gerast,“ segir Juan sem var aðeins nokkrar klukkustundir að mála listaverkið sem nú gleður íbúa Breiðholts.

Juan hefur gert veggmyndir frá 12 ára aldri og hefur vakið nokkra athygli fyrir verk sín í Reykjavík. Meðal annars fallegt verk við Hofsvallagötu þar sem Super-Mario og Hallgrímskirkja eru í lykilhlutverki. Verkið vakti ekki síst athygli vegna stöðugra skemmdarverka sem það varð fyrir á sínum tíma en Juan lagaði verkið jafnharðan og er það sannkölluð bæjarprýði í dag.

Þá myndskreytti hann einnig heilan vegg á Tjarnarbíói auk fjölmargra verka í Reykjavík og Keflavík. Þá var Juan fenginn til þess að lífga upp á nýjan Miðbæ Selfoss með veggjalist sinni en það verkefni hefur vakið mikla athygli.

Óhætt er að mæla með Facebook-síðu Juan en þar má sjá fleiri af hans helstu verkefnum. Einnig er hægt að fylgjast með verkum hans á Instagram-síðunni hans @juanpicturesart.

Veggurinn áður en innblásturinn kom yfir Juan
Listaverkið fullskapað
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar