fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

„Óhugnanleg staða“ í Langholtshverfi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 17:30

Langholtshverfi - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna er komin upp sú óhugnanlega staða í hverfinu að grunur er um að eitrað hafi verið fyrir ketti í vikunni.“

Svona hefst færsla sem birt var í Facebook-hópi íbúa í Langholtshverfi í gærkvöldi. Sá sem birti færsluna er íbúi í hverfinu en hann segir í samtali við DV að búið sé að tilkynna um málið til yfirvalda. Þá segir hann að dýralæknir hafi krufið köttinn að beiðni Matvælastofnunar og að dýralæknirinn telji að kötturinn hafi innbyrt eitur.

„Líklega hefur kötturinn borðað hráan kjúkling með eitri. Þetta er ekki bara hættulegt köttum, heldur getur þetta verið hættulegt hundum og börnunum okkar,“ segir í færslunni sem birt var í Facebook-hópnum. „Ég bið ykkur því að hafa augun opin ef þið eruð á ferðinni um hverfið og tilkynna/fjarlægja ef þið verðið vör grunsamlegt æti (til dæmis fisk eða kjúkling) á víðavangi.“

Ljóst er að íbúum í hverfinu er brugðið vegna þessa en í athugasemdunum við færsluna er þeim sem ber ábyrgð á eitrinu bölvað. „Hrein og klár geðveiki. Manneskjan á heima á geðdeild,“ segir til að mynda einn íbúi í hverfinu í athugasemdunum við færsluna. „Hver gerir svona?“ spyr svo annar íbúi. „Viðurstyggileg mannvonska,“ segir svo enn annar íbúi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri