fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan segir að „fjandinn“ hafi orðið laus í nótt

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. maí 2022 09:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að „fjandinn“ hafi orðið laus í nótt en alls voru 100 mál skráð frá lögreglu á milli 17:00 og 05:00. Tíu manns gistu í fangaklefa eftir nóttina fyrir ýmis konar brot.

Þá var einnig nokkrum borgurum komið til aðstoðar en umræddir borgarar voru í „svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar“. Níu ökumenn voru svo stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Í miðbænum var karlmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar en sá sem varð fyrir líkamsárásinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var annar karlmaður vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða í miðbænum. Maðurinn neitaði að gefa upp nafn sitt við lögreglu, sparkaði í lögreglumenn og hafði í hótunum.

Enn annar karlmaður var síðan vistaður í fangaklefa eftir að hann var að angra gesti í miðbænum. Lögreglan segir að hann hafi verið settur í fangaklefa þar sem hann „var ekki í ástandi til að vera úti á meðal fólks.

Í Hafnarfirðinum var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn fyrir utan skemmtistað. Hann var fluttur á lögreglustöð en þar var farið yfir málið með honum og í framhaldi af því var honum sleppt.

Lögreglan segir þá frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið var afgreitt með foreldrum barnanna og barnavernd.

Í Grafarvoginum var karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst á nágranna sinn. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“