fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Mark Zuckerberg hæstánægður með Ísland – Birtir myndir úr heimsókninni á Facebook-síðu sinni

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 27. maí 2022 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heimsótti Ísland heim á dögunum. Þann 17. maí síðastliðinn lenti einkaflugvél frumkvöðulsins, sem er einn ríkasti maður heims, á Akureyrarflugvelli og þaðan lá leiðin í þyrlu á lúxushótelið Depla sem er vinsæll áningarstaður ríka og fræga fólksins.

Fyrir klukkustund síðan birti Zuckerberg síðan fjórar myndir frá heimsókninni með yfirskriftinni. „Photo dump from the Icelandverse 🇮🇸“. Um er að ræða ansi mikla landkynningu en færslan hefur fengið yfir 150 þúsund „like“ á örskömmum tíma.

Með Icelandverse vísar Zuckerberg  til velheppnaðrar markaðsherferðar Inspired by Iceland en þar var hent gaman að hinum nýkynnta Metaverse sem Zuckerberg sjálfur kynnt til leiks og gestir boðnir velkomnir til „Icelandverse“. Í herferðinni, sem má sjá hér fyrir neðan, sló Jörundur Ragnarsson eftirminnilega í gegn sem Zuckerberg sjálfur og greinilegt að auðkýfingurinn hefur haft gaman af uppátækinu.

Á myndunum sem Zuckerberg birti má sjá að hann og eiginkona hans, Priscilla Chan, hafa skellt sér í heliskiing á Tröllaskaga og haft það notalegt í heitri laug. Sennilega má gera ráð fyrir að þetta sé ekki síðasta heimsókn Zuckerberg til Icelandverse.

Myndirnar sem Zuckerberg birti

Auglýsing Inspired by Iceland:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti