fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Séra Sindri kemur séra Davíð til varnar – „Helvíti er til staðar hér og nú“

Rafn Ágúst Ragnarsson, Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 15:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Geir Óskarsson birti pistil til varnar séra Davíðs Þórs Jónssonar á vefsíðu Kirkjunnar fyrr í dag þar sem hann gagnrýnir uslann sem umdeild færsla prestsins olli á samfélagsmiðlum.

Sindri byrjar pistilinn á því að segja að við eigum öll okkar sérstaka stað í helvíti, berum öll í okkur reynslu eða ótta um það versta sem gæti gerst, okkar persónulega helvíti. „Það eru nefnilega hundrað milljón helvíti hér á jörð.“

Hann segir að helvíti með tilheyrandi logum, hringjum og sérhæfðum pyndingum sé skáldskapur ítalska skáldsins Dante Alighieri og eigi sér enga samsvörun í Biblíunni. „Í gegnum sögu kirkjunnar hefur helvíti átt margar birtingarmyndir, en sá staður vítisloga og refsingar sem við lærum um í gegnum bíómyndir og dægurmenningu á rætur sínar í skáldskap Dantes en ekki Biblíunni.“

Sindri lýsir því hvernig kirkjur um allan heim hafa notað helvíti í rúm 1.500 ár sem stjórnunartæki, vakið með því ótta til að knýja fram hlýðni. „Það var ekki hluti af boðskap kirkjunnar fyrstu árhundruðin en þegar rómarkirkjan varð valdhafi þurfti hún stjórnunartæki, og það trúarlega ofbeldi að þykjast hafa sálarheill fólk í hendi sinni varpar enn í dag skugga á friðar og kærleiksboðskap Krists í mörgum kirkjudeildum,“ segir hann.

„Það helvíti sem við lesum um í orðum Jesú vísar ekki til einhvers veruleika í eftirlífinu, heldur til þeirrar manngerðu þjáningar sem við sköpum í lífi samferðafólksins dag hvern. Þegar Jesús talar um eldvíti eða helvíti þá stendur þar að baki gríska orðið „Gehenna“ sem er örnefni. Þar er vísað til Hinnom dals utan við Jerúsalem. Á dögum Jesú voru þar logandi rusla haugar þangað sem líkum þeirra sem stóðu á jaðri samfélagsins varpað og þau brennd. Þar hafði fyrir tíð gyðinga í landinu helga verið fórnarstaður Kanverja þar sem fólk og börn voru tekin af lífi til að friða guðina. Eldvítið er ekki eitthvað sem bíður fólks í eftirlífinu, helvíti er til staðar hér og nú það eru aðstæður og staðir gjörsneydd af nærveru Guðs, staðir án náungakærleiks og vonar – þar sem fólk veldur öðru fólki þjáningu.“

Sterku orðin góð og blessuð

Sindri segir í pistlinum að þjóðkirkjan eigi að hafna því að trúarlegu ofbeldi sé beitt en að þjóðkirkjan eigi sömuleiðis að hafna því að fólk sé sent „til helvítis í boði íslenskra stjórnvalda.“

„Út um allan heim býr fólk við manngerða þjáningu stríðs, hungurs, kynþáttafordóma, útilokunar, fátæktar og skeytingarleysis. Þau sem stuðla að því að auka enn frekar á þjáningu þeirra jaðarsettustu í okkar samfélagi eiga sinn stað í helvíti, þau eru að búa þann stað til fyrir þau sem þurfa að lifa við þessa manngerðu þjáningu.“

Þá segir Sindri að prestar kirkjunnar hafi ekkert vald yfir því hvað taki við að þessu lífi loknu en að þeir megi og eigi að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar.

„Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað. Ef þessi sterku orð sr. Davíðs kveikja hjá þér hneykslan eða reiði, eins og orð Jesú gerðu gjarnan hjá þeim sem fóru með völd eða voru í forréttindastöðu, þá er það eflaust til merkis um að þú þurfir að staldra við og horfast í augu við eigin afstöðu. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum