Eins og DV greindi frá fyrr í dag þá sagðu Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, sig frá úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hersir greindi frá tíðindum á Facbook-síðu sinni en ástæðan fyrir brotthvarfi hans var sú að hann Ríkisendurskoðun barst þriggja blaðsíðna kvörtun frá Bankasýslunni vegna þess að Hersir hafði sett „like“ tiltekna Facebook-færslu.
Í yfirlýsingu Hersis kom ekki fram um hvaða færslu var að ræða en samkvæmt heimildum DV var um að ræða færslu Marinó G. Njálssonar frá 6. maí síðastliðnum en þá hafði Hersir þegar hafið störf við úttektina á Bankasýslunni. Taldi stofnun að með „like-inu“ væri dósentinn að láta í ljós skoðun sína sem gæti leitt til þess að hann væri vanhæfur til þess að nálgast úttektina með hlutlausum hætti.
Í færslunni birtir Marinó skjáskot af glæru þar sem að farið er yfir þær aðferðir sem stuðst var við í tilboðsfyrirkomulagi útboðsins.
„Enn á ný reyna menn að fegra klúður Bankasýslunnar í útboðinu á hlutabréfum í Íslandsbanka 22. mars sl. Innherji á Vísi heldur því fram, að þingnefndir hafi fengið góða kynningu og birtir að því tilfelli meðfylgjandi glæru úr kynningu Bankasýslunnar fyrir þingnefndum. Málið er hins vegar, að glæran staðfestir að framkvæmdin var önnur en kynnt var. Auk þess segir glæran ekkert til um hvaða ferli söluaðilar áttu að nota við val á fagfjárfestum, hvaða fjárfestar töldust hæfir fjárfestar eða hve lág tilboð voru ásættanleg,“ skrifar Marinó.
Hann fer svo nánar yfir málið.
„Á grundvelli endursvörunar annarra fagfjárfesta verður svo tekin ákvörðun um fjölda seldra hluta m.t.t. forgangsmeginreglu laga nr. 155/2012 um „hagkvæmni“, þ.e. „að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“, og mun útboðsverð á hvern hlut miða við lokaverð hluta á þeim degi, sem sala er tilkynnt“
Þarna er ekki eitt orð um afslátt eða að slíkur afsláttur sé forsenda útboðsins. Það er heldur ekki talað um að hafna góðum tilboðum og taka lakari fram yfir. Ekki er heldur talað um að bjóða „hobbífjárfestum“ að taka þátt. Og loks er ekki talað um að hleypa að tilboðum sem eru svo lág, að þau ættu einfaldlega heima á markaði. Haldi einhverjir, að glæran veiti Bankasýslunni syndaaflausn, þá fer því fjarri. Ef eitthvað er, þá sannar glæran að aðferðin var illa kynnt, var illa skilgreind og bauð upp á það klúður sem varð,“ skrifar Marinó.
Færslu Marinós má lesa hér: