fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kennari sem sagt var upp störfum í Breiðholtsskóla tapaði í Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. maí 2022 18:30

Breiðholtsskóli. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði sem kennari við Breiðholtsskóla var ósátt við að hafa verið látin hætta störfum er hún hafði náð sjötugsaldri en það var í samræmi við gildandi kjarasamning. Konan var við góða heilsu og hafði mikla ánægju af starfinu. Reyndi hún með skriflegum óskum að fá starfsferil sinn framlengdan en skólastjóri varð ekki við því.

Konan höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þessa og krafðist 1,5 milljóna króna í skaðabætur. Kröfu sína reisti hún meðal annars á því að ákvæði kjarasamningsins hefðu minna vægi en ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi, mannréttindi og eignarrétt. Einnig bryti ákvörðunin gegn jafnræðisreglu stjórnarskráinnar en eini munurinn á konunni og samkennurum hennar hefði verið aldursmunur.

Skólinn reisti meðal annars vörn sína á réttinum til að endurnýja í kennaraliði.

Héraðsdómur kvað upp dóm í málinu haustið 2020 og var niðurstaða hans sú að ákvæði kjarasamningsins sem í gildi var um hámarksaldur kennara væri í samræmi við lög sem gilda um vinnumarkað. Í dómnum segir meðal annars:

„Að því er varðar þá málsástæðu stefnanda að ákvæði gr. 14.9 í kjarasamningnum um starfslok kennara við 70 ára aldur eigi sér ekki stoð í ákvæðum laga, þá segir í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, sem í gildi voru þegar atvik þessa máls áttu sér stað,að þar fari um ráðningu starfsfólks grunnskóla eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga og nánari fyrirmælum í samþykkt um stjórn sveitarfélags eftir því sem við eigi. Í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 128/2011 er mælt fyrir um að starfs kjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga fari eftirákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ráðningarsamninga.“

Var Breiðholtsskóli sýknaður af kröfum óánægða kennarans. Hún áfrýjaði hins vegar til Landsréttar sem í dag, föstudaginn 20 maí 2022, komst að sömu niðurstöðu og skal dómur Héraðsdóms vera óraskaður.

Dómana, þar sem farið er mun ítarlegar í málið, má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“