Forseti Íslands og íslensk sendinefnd funduðu með Scott Guthrie, aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud og AI Group, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Seattle í Bandaríkjunum, en meginefni fundarins var að ræða íslensku í afurðum Microsoft. Fyrirtækið hefur sinnt íslenskunni einstaklega vel og má til dæmis nefna að forritið Word og allt viðmót þess er hægt að nota alfarið á íslensku. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, komu til skila miklum þökkum fyrir hönd íslenska stjórnvalda.
Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að það hafi komið menningarmálaráðherra skemmtilega á óvart að Guthrie er einlægur aðdáandi rithöfundarins Arnalds Indriðasonar og virtist hafa lesið flestar bækur íslenska metsöluhöfundarins.
„Við lýstum enn frekar yfir miklum áhuga á að leggja þessu verkefni enn frekari lið í gegnum Máltækniverkefni stjórnvalda og Guthrie sagðist sömuleiðis hafa áhuga á enn frekara samstarfi,“ er haft eftir Lilju á vef stjórnarráðsins.
Fyrr um daginn fór fram fundir með tæknisérfræðingum stjórnvalda og sérfræðingum Microsoft. Guthrie sagði það vera markmið Microsoft að heimsbyggðin öll geti átt samskipti óháð tungumálum, sem endurspeglist í samstarfi fyrirtækisins við Almannaróm og íslenskt máltæknisamfélag. Þá greindi hann frá frá nýjustu framförum í máltæknivinnu Microsoft, sem auðveldi enn frekar notkun íslenskrar tungu í lausnum fyrirtækisins.Fundinn sátu einnig Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður stjórnar Almannaróms og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Slíkt samstarf væri byggt á á máltækni og gervigreind þar sem lögð yrði áhersla á nýsköpun, aukna tæknifærni og jafnari kynjahlutföll í tæknigreinum.