fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Foreldrar í Granaskjóli sakaðir um aðskilnaðarstefnu – Bara sum börn fá að leika sér á trampólíninu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ráðstöfun nokkurra íbúa við Granaskjól að setja upp trampólín sem aðeins er ætlað börnum úr tilteknum húsnúmerum í götunni heldur valdið óánægju og sárindum meðal annarra íbúa á svæðinu. Greint er frá málinu í Facebook-færslu í íbúahópi Vesturbæinga og segir þar:

„Ég var á röltinu í Granaskjóli með vinkonu minni og börnunum hennar sem býr í hverfinu og hún benti mér á þetta rugl!

Nú eru foreldrar nokkurra íbúða búin að planta trampólíni á rólóvöll sem er á borgarlandi og þar af leiðandi í eigu okkar allra og setja reglur um að einungis börnin þeirra megi nota það¿!?

Nokkur atriði!

Hversu “privilege” þarftu að vera til að halda að þú getir tekið land af rólóvelli og búið til reglur um að einungis börnin þín megi leika á því?

Hvers konar gildi & lífs reglur er verið að kenna börnunum?

– Þessi er meira virði en hinn?

– Þú mátt ekki leika hér af því þú býrð ekki hér?

– Við ætlum að útiloka þig?

Hvaða rugl/tíska er það að efnað fólk í Vesturbænum sé að taka land í “fóstur” aka stela landi hægri vinstri?

Ég ætla að biðja þessa foreldra að taka niður trampólínið af landinu mínu og þínu!

Eða að taka niður skiltið og eyða út þessar ljótu reglu.“

Trampólínið er utan húslóða og virðist sett upp í almenningi. Í umræðum íbúanna kemur fram það sjónarmið að þessi aðgerð sé ólögleg þar sem trampólínið sé sett upp á borgarlandi. Þetta er þó ekki rétt. Samkvæmt frétt mbl.is er hið umdeilda trampólín ekki á borgarlandi. Um er að ræða sameiginlega lóð aðliggjandi húsa sem sjá um rekstur og viðhald hennar.

Hvað sem því líður er þessi ráðstöfun gagnrýnd mjög meðal íbúanna sem þykir skilaboðin sem í þessu felast vera súr. Einn íbúi segir svo frá að 7 ára dóttir hennar hafi komið miður sín heim til sín og sagt að „þetta væri bara fyrir krakkana í Granaskjólinu og hún myndi ekki fara á það. Ég trúði henni ekki en svo sá ég miðann. Það er fullt af krökkum í hverfinu sem labba þarna um og hafa gaman að og spá ekkert í þessum miða en svo eru önnur börn sem taka þessum skilaboðum mjög alvarlega og þora ekki. Við foreldrar verðum að passa hvaða skilaboð við erum að segja börnunum. Trampólínið er frábært en skilaboðin eru það EKKI.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?