fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólga í Menntaskólanum á Akureyri – Skora á menntamálaráðherra að leysa skólanefndina upp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 20:00

Menntaskólinn á Akureyri. Mynd: Kristján J. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri hefur skorað á menntamálaráðherra að setja skólanefnd skólans af og hefja ráðningarferli nýs skólameistara við skólann upp á nýtt. Hefur áskorun þessa efnis verið send til ráðherra.

Núverandi skólameistari, Jón Már Héðinsson, lætur brátt af störfum en unnið hefur verið að ráðningu nýs skólameistara í samræmi við lögboðið ferli undanfarið. Skólanefnd hefur það hlutverk varðandi ráðningu skólameistara að senda ráðgefandi umsögn þar um til menntamálaráðherra. Að því loknu er afskiptum hennar af málinu lokið. Kennarar við M.A. hafa gert athugasemdir við hæfi skólanefndarmanna vegna tengsla en upplýsingar sem bárust um vinnubrögð nefndarinnar urðu til þess að kennarafélagið ákveð að skora á menntamálaráðherra að setja nefndina af.

Samkvæmt heimildum DV saka kennarar formann skólanefndar um að hafa hringt í fólk og hvatt það til að sækja um stöðuna með vilyrðum um ráðningu. Ríkir gífurleg óánægja meðal kennara við skólann með vinnubrögð skólanefndar.

DV hafði samband við starfandi formann kennarafélagsins, Valdísi Björk Þorsteinsdóttur, en hún segist ekki vilja tjá sig um málið við fjölmiðla og neitaði að afhenda blaðamanni áskorunina. Segir hún að allar upplýsingar um málið séu í menntamálaráðuneytinu og fjölmiðlar geti snúið sér þangað.

Ekki tókst að afla þessara gagna frá ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar en DV bíður úrlausnar ráðuneytisins á fyrirspurn sinni um málið.

Samkvæmt heimildum DV hafa kennarar ekki upplýsingar um hvaða aðila skólanefnd mælti með í starfið í umsögn sinni til ráðherra. Óánægja þeirra mun því ekkert hafa með persónur að gera heldur eingöngu vinnubrögð nefndarinnar sem þeim þykja vera mjög ófagleg. Setur kennarafélagið því fram þá kröfu að ferlið byrji alveg upp á nýtt með nýjum meðlimum í skólanefnd. Vinnubrögð í þessu ferli verði að vera hafin yfir allan vafa og svo hafi ekki verið í þessu tilviki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis