fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Halldóra bendir á sláandi mun á dagvistun – Sambýlisfólk í Kópavogi borgar minna en einstætt foreldri í Reykjavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. maí 2022 21:08

Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík, segir að dæmi séu um að sambýlisfólk í Kópavogi borgi minna í dagvistun fyrir barn sitt en einstæðir foreldrar í Reykjavík. Þetta kemur fram í aðsendri grein Halldóru sem birtist á Vísi fyrr í kvöld.

Í greininni segir Halldóra að dagforeldrar bíði í ofvæni hver áramót að heyra hverjar niðurgreiðslurnar til dagforeldra verða fyrir foreldra unga barna hjá sveitarfélögunum.„Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágrannasveitarfélögin,“ skrifar Halldóra. Segir hún að taka verði með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóð og hækkun matarkörfunnar.

Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu geta valið sér dagforeldra í öðrum sveitarfélögum og því tekur Halldóra dæmi um foreldra í Kópavogi, Reykjavík og Mosfellsbæ til samanburðar. Þar kemur höfuðborgin illa út.

Hjón í Reykjavík þyrftu að að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- fyrir sitt barn. Foreldrar barns með lögheimili í Kópvogi þyrftu hins vegar aðeins að borga 71.735 og einstæðir foreldrar 53.367 fyrir barn yngri en 15 mánaða.

„Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með tvær tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur,“ skrifar Halldóra og segir muninn sláandi.

Þá tekur hún Mosfellsbæ sem dæmi og þar greiða foreldrar barn sem hafa ekki náð 12 mánaða aldrei aðeins 49.920 krónur en ekki er gerður greinarmunur á sambýlisfólki eða einstæðum foreldrum.

„Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag,“ skrifar Halldóra og spyr hví Reykjavíkurborg hækki ekki niðurgreiðslurnar til dagforeldra barna frá 12 mánaða aldri til þess að reyna að vera í takt við önnur sveitarfélögin.

„Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla,“ skrifar Halldóra og bendir á að dagforeldrar séu ódýrasti kosturinn fyrir Reykjavíkurborg til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og fram að leikskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“