fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Meðferðar­tími kyn­ferðis­brota­mál­a 165 dag­ar að meðaltali – ,,Núverandi ástand er óboðlegt“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 19:15

Sigurður Örn Hilmarsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Meðal­málsmeðferðar­tími embætt­is­ins í kyn­ferðis­brota­mál­um var 165 dag­ar árið 2020, og er þá miðað við það tíma­mark þegar mál berst embætt­inu að lok­inni rann­sókn þess og þar til end­an­leg ákvörðun héraðssak­sókn­ara ligg­ur fyr­ir um út­gáfu ákæru eða niður­fell­ingu máls. Til viðbót­ar bæt­ist svo sjálf rann­sókn lög­reglu og málsmeðferðar­tími fyr­ir dóm­stól­um,” segir segir Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, í grein í Morgunblaðinu í dag. 

Í grein sinni tekur Sigurður Örn fyrir nokkur dæmi um seinagang mála innan réttarvörslukerfisins og segir núverandi ástand ekki boðlegt. Hann tekur dæmi af fjárfesti sem fékk tilkynningu um niðurfellingu máls í mars síðastliðnum en upphaf þess mátti rekja til ársins 2007. Síðan séu liðin 15 ár. Einnig tekur Sigurður Örn fyrir dóm Landsréttar frá því í desember 2020. Um var að ræða dóm vegna skatta­laga­brota á ár­un­um 2007 og 2008. Rekst­ur mála ákærða hjá skattyf­ir­völd­um, lög­reglu, ákæru­valdi og fyr­ir dóm­stól­um tók tæp­lega níu ár og tvo mánuði.

,,Þessi drátt­ur á meðferð kyn­ferðis­brota er líka at­hygl­is­verður þegar litið er til þess að sá mála­flokk­ur er í sér­stök­um for­gangi hjá lög­reglu, ákær­end­um og dóm­stól­um. Bæði þegar litið er til ár­ang­urs­ins, en líka vegna þess að önn­ur mál – sem hafa ekki sama for­gang – taka enn lengri tíma. Töl­fræði héraðssak­sókn­ara yfir málsmeðferðar­tíma þess­ara mála er ekki aðgengi­leg­ur op­in­ber­lega.” 

Ennfremur segir í greininni: ,,Þriðju­dag­inn 15. mars sl. var kveðinn upp dóm­ur í Lands­rétti í nauðgun­ar­máli. Hinn ákærði var sak­felld­ur en við ákvörðun refs­ing­ar hans var litið til þess drátt­ar sem varð á meðferð máls­ins. Í for­send­um Lands­rétt­ar seg­ir m.a. að rann­sókn þess hafi legið niðri frá nóv­em­ber 2018 til fe­brú­ar 2020. Þá gerðist ekk­ert. Að lok­inni rann­sókn lög­reglu tók sex vik­ur að senda gögn­in til héraðssak­sókn­ara, sem tók ákvörðun um út­gáfu ákæru þrem­ur mánuðum síðar. Allt safn­ast þetta sam­an. Meðferð máls­ins fyr­ir héraðsdómi tók fimm mánuði og svo aðra tólf mánuði í áfrýj­un fyr­ir Lands­rétti. Þegar niðurstaða Lands­rétt­ar lá fyr­ir voru liðin þrjú ár og fjór­ir mánuðir frá því að brotið var kært. Eng­ar skýr­ing­ar voru gefn­ar á þeim drætti sem varð á rann­sókn máls­ins hjá lög­reglu. Þetta er forkast­an­legt en því miður ekk­ert eins­dæmi.”

Sigurður Örn segir bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu tryggja borgurum rétt til fljótvirkar málsmeðferðar. ,,Í stjórn­ar­skránni og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er borg­ur­un­um tryggður rétt­ur til fljót­virkr­ar málsmeðferðar. Máls­hraðinn er þannig hluti af rétt­látri málsmeðferð. Ástæður þess eru m.a. þær að það er málsaðilum, hvort held­ur sak­born­ingi eða brotaþola, í hag að meðferð máls ljúki sem fyrst. Það get­ur verið þess­um aðilum sér­stak­lega þung­bært að lifa við óvissu um mála­lok og þar með framtíð sína. Þannig get­ur drátt­ur máls verið refs­ing í sjálfu sér, stund­um jafn­vel þung­bær­ari en sjálf­ur fang­els­is­dóm­ur­inn. 

Þá standa líka sam­fé­lags­leg­ir hags­mun­ir að baki regl­unni, en fljót­virk og skil­virk rétt­ar­varsla get­ur átt sinn þátt í að draga úr af­brot­um.” segir í grein Sigurðs Arnar. Greinina má sjá í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“