fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Gæs fékk lögreglufylgd heim í gærkvöldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan sinnir verkefnum af ýmsum toga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook síðu sinni að verkefni þeirra um helgina hafi verið fjölbreytt en hafi bæði menn og dýr ratað í vandræði og þarfnast aðstoðar.

„Í gærkvöld var tilkynnt um gæs við Hringbraut í Reykjavík, en óttast var að hún hefði orðið fyrir bíl. Haldið var á vettvang, en fuglinn reyndist augljóslega hafa orðið fyrir hnjaski af einhverju tagi.“

Lögreglumenn afréðu svo að skutla gæsinni heim og sneru svo aftur síðar um kvöldið til að kanna hvort enn væri í lagi með hana.

„Eftir vangaveltur var afráðið að koma gæsinni aftur „til síns heima“ og hún því færð á Reykjavíkurtjörn. Síðar á vaktinni var svo athugað aftur með „sjúklinginn“ sem hafði þá synt út á tjörnina og náð að koma sér makindalega fyrir þar í eyju. Vonandi er það vísbending um að gæsin nái að braggast vel á nýjan leik.“

Með færslunni fylgdi svo mynd af björgunaraðgerðinni sem má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“