fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Á leið frá Frankfurt til Dallas en beygðu í hvelli til Keflavíkur – Reykur um borð í vélinni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. mars 2022 12:44

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá þýska flugfélaginu Lufthansa hóf flug frá Frankfurt í morgun og var á leið til Dallas í Bandaríkjunum. Þegar vélin var komin út á Atlantshaf tók hún hvassa beygju til hægri í átt að Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Vísis þurfti flugvélin að óska eftir neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli vegna reyks um borð.

Upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Vísi að viðbúnaður hafi verið töluverður en útkallið er merkt rautt samkvæmt litakóða. Slökkvilið mætti á flugvöllinn og tók á móti vélinni. Flugvélinni hefur nú verið lent en upplýsingafulltrúinn gat ekki gefið meiri upplýsingar að svo stöddu.

DV hafði samband við höfuðstöðvar Lufthansa í Þýskalandi og spurðist fyrir um ástæðu nauðlendingarinnar. Ekki eru komin svör við þeirri fyrirspurn en fréttin verður uppfærð þegar þau berast.

Uppfært 13:05:

Blaðamaður náði tali af talsmanni Lufthansa í Þýskalandi en hann sagði að flugvélin hafi beygt til Keflavíkur af öryggisástæðum.

„Mér skilst að það hafi bara komið upp tilkynning um reyk, það er ástæðan fyrir því að þeir tóku ákvörðunina um að beygja til Keflavíkur. Öryggið er alltaf í fyrsta sæti,“ sagði talsmaðurinn í samtali við DV.

Þá sagði hann að vélin hafi náð að lenda með eðlilegum hætti og að það sé í lagi með alla um borð. Nú sé verið að fara yfir flugvélina til að sjá hvað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum