fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Pútín muni hrekjast frá völdum innan fimm ára – Úkraínustríðið er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 08:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrásin í Úkraínu mun verða til að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og stjórn hans munu hrekjast frá völdum innan fimm ára. Þetta sagði Vladimar Ashurkov, aðstoðarmaður Alexei Navalny eins helsta andstæðings Pútíns innanlands, í samtali við The Independent. Ashurkov stýrir einnig samtökum þeim sem Navalny stofnaði gegn spillingu.

Navalny afplánar nú fangelsisdóm í Rússlandi og er fyrir dómi þessa dagana þar sem saksóknarar krefjast þungs dóms yfir honum. Sakargiftir eru frekar vafasamar að flestra mati og fáum dylst að saksóknarar ganga hér erinda Pútíns sem telur Navalny einn hættulegasta andstæðing sinn. Skemmst er að minnast þess þegar útsendarar yfirvalda reyndu að myrða hann með eitri. Hann lifði þá morðtilraun naumlega af.

Navalny stofnaði samtök gegn spillingu og eins og gefur að skilja eru slík samtök ráðamönnum í Kreml mikill þyrnir í augum þar sem þeir keppast hver við annan við að maka krókinn og arðræna rússnesku þjóðina.

Vladimar Ashurkov, forstjóri samtaka Navalny, segir að hernaður Rússa í Úkraínu sé mjög óvinsæll meðal Rússa og að hann muni á endanum verða til þess að Pútín hrekist frá völdum því almenningur muni finna svo vel fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda.

„Stríðið er ekki vinsælt og efnahagsleg niðursveifla verður ekki vinsæl. Hún mun flýta fyrir falli stjórnar Pútíns,“ sagði hann um áhrif refsiaðgerðanna. Hann sagði að reikna megi með vaxandi óánægju meðal kaupsýslufólks og elítunnar og mikillar óánægju meðal almennings: „Ég held að þetta muni leiða af sér miklar pólitískar breytingar.“

„Ég held að líklega munum við sjá raunverulegar breytingar á ríkisstjórn innan fimm ára. Hvað mun það kosta okkur? Hvernig mun það gerast? Það mun tíminn leiða í ljós,“ sagði hann einnig.

Samtök Navalny hafa afhjúpað mörg dæmi um spillingu í Rússlandi, þar á meðal um eignir Pútíns. Samtökin voru bönnuð í lok síðasta árs og stimpluð sem öfgasamtök. Ashurkov er í útlegð í Bretlandi og heldur starfsemi samtakanna gangandi þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar