fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskur vefmiðill sagði 9.861 Rússa hafa fallið í stríðinu – Breytt skömmu síðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 07:00

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska dagblaðið Komsomolskaya Pravda birti í gær frétt á vefsíðu sinni um að 9.861 rússneskur hermaður hefði fallið til þessa í stríðinu í Úkraínu. Blaðið er hliðhollt rússneskum stjórnvöldum og birtir ekki fréttir sem stjórnvöld hafa ekki lagt blessun sína yfir.

BBC segir að auk þess hafi komið fram í fréttinni að 16.153 hafi særst. Vitnaði blaðið í upplýsingar frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.

En skömmu síðar var tölunum breyt. Vladimir Sungorkin, ritstjóri blaðsins, sagði í samtali við BBC að tölvuþrjótar hefðu verið að verki. Hann vildi ekki skýra þetta nánar og sagðist birta skýringu á þessu síðar.

Þetta er mun meira mannfall en rússnesk yfirvöld hafa skýrt frá en síðustu tölur frá þeim eru frá því 2. mars en þá sögðu þau að 498 hermenn hefðu fallið. Úkraínsk stjórnvöld segja hins vegar að rúmlega 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið. Bandarísk yfirvöld telja að um 7.000 rússneskir hermenn hafi fallið en það er varfærið mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“